Hofgarðar

Frá því skömmu upp úr aldamótum og fram um 1930 bjó í Hofgærðum Jón G. Sigurðarson faðir Margrétar Jónsdóttur skáldkonu. Þegar hann kom þar, hét jörðin SyðriGarðar með hjáleigunum Akri, Garðabrekku og Háagarði, en hjáleigurnar Hof og Hofskot voru þá löngu eyddar af sandi. Jón tók upp hið forna nafn og kallaði jörd sína Hofgarða, en hjáleigurnar lögðust af. Bragi sonur Jóns stofnaði nýbýli þar sem áður var Háigarður og kallaði Hoftún. Hann var skáldmæltur og kallaði sig Ref bónda og gaf út tvær bækur: Refskinnu I og II. Þar er að finna kveðskap og þjóðlegan fróðleik.
Hann var eikum góðum íþróttum búinn og kenndi sund í tjörnunum við heimili sitt upp úr 1920. Jón í Hofgörðum var landskunnur maður og lét ýmis framfaramál til sín taka. Hann var mikill áhugamaður um heimilisiðnar og mjög fær leiðbeinandi á því sviði. Hann var völundur við smíðar og smíðaði m.a. vefstóla og spunavélar. Skáld var hann gott og sendi frá sér ljóðabækur, listaskrifari, dugandi bóndi og formaður á áraskipum.
Líklegt er, að Hofgarðar hafi verið landnámsjörð Hrólfs digra Eyvindarsonar og sama ættin hefur búið þar lengi mann fram af manni á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Helgi Hofgarðagoði sonur Hrólfs landsnámsmanns kemur við sögu í Eyrbyggju í sambandi við gladramál á Þórsnesþingi. Þorbjörn digri á Fróðá hafði stefnt Geirríði í Mávahlið, systur Arnkels goða, um það að hún væri kveldríða og hefði með þeim göldrum sínum valdið syni hans,Gunnlaugi, miklum meinum. Sökum þess að goðarnir Snorri og Arnkell voru of venslaðir málsaðilum, var Helgi “kvaddur tylftarkviðar”. Ónýttist málið fyrir þeim Þorbírní á Fróðá og Snorra goða mági hans og fengu þeir óvirðingu af.
Helgi var langafi Skáld-Refs Gestssonar í föðurætt, sem einnig var nefndur Hofgarða-Refur. “Fátt er um ævi hans vitað, en fullyrða má, að hann var með mestu skáldum sinnar samtíðar og vitnar Snorri oft í hann í Eddu sinni. -Hann hefur ort mjög fallegar siglingavísur. Í æsku hefur hann þekkt hafið í öllum sínum myndum, bæði þegar Ægir fór hamförum um ströndina og einnig þegar aldan gjálfraði mjúklega við fjöruborðið,” segir Guðrún P. Helgadóttír í bók sinni: Skáldkonur fyrri alda I.
Móðir Skáld-Refs var Steinunn Refsdóttir. “Ein í hinum fámenna hópi fornkenna, sem líklegar eru til að bera skáldnafn sitt með réttu”, (G.P.H.). Vísur hennar tvær, sem varðveist hafa, eru tilfærðar í Kristni sögu og Njálu, og þar er því lýst, er hún tók að boða þangbrandi presti heiðni: “Hefur þú heyrt það,” sagði hún, “er Þór bauð Kristi á hólm, og treystist hann eigi að berjast við Þór?” “Það sem aðellega tengir samam skáldskap þeirra mæðgina, eru óvenjulegar og nýstárlegar kenningar,” segir G.P.H. ennfremur. Steinunn var kona stórættuð. Langafi hennar var Þórður gnúpa, er nam land í Gnúpudal (nú Núpudal) í Hnappadalssýslu og hefur verið jafnræði með þeim Gesti.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s